Episodes
Friday Sep 13, 2024
#0232 Scorpions – Blackout
Friday Sep 13, 2024
Friday Sep 13, 2024
Harðjaxlarnir frá Hanover byrjuðu að rokka fyrir rétt tæpum 60 árum og sýna lítil sem engin þreytumerki. Bestuplötuliðar fóru skítkaldir í þetta ferðalag, en niðurstaðan var sú að Blackout frá 1982 væri besta plata Scorpions.
Friday Sep 06, 2024
#0231 Frímínútur – Blóðbönd
Friday Sep 06, 2024
Friday Sep 06, 2024
Endurkoma aldanna, þ.e. hljómsveitarinnar Oasis, er m.a. tilkomin vegna friðarpíputotts hinna alræmdu Gallagherbræðra. Í þessum frímínútum skoðum við skrautlegar rimmur þeirra bræðra í gegnum tíðina og veltum því fyrir okkur hvernig systkinum reiðir af þegar þau vinna saman að tónlist. Er blóð virkilega þykkara en vatn?
Friday Aug 30, 2024
#0230 Frímínútur – James Bond
Friday Aug 30, 2024
Friday Aug 30, 2024
Það má færa rök fyrir því að upphafslög kvikmyndanna um James Bond séu tónlistarstefna í sjálfu sér. Við förum yfir lögin í tímaröð og djúpgreinum fyrirbærið.
Friday Aug 23, 2024
#0229 Tina Turner – Private Dancer
Friday Aug 23, 2024
Friday Aug 23, 2024
Besta plata „rokkömmunnar“ Tinu Turner er hin magnaða endurkomuplata hennar frá 1984, Private Dancer. Þarf eitthvað að ræða það? Jú, auðvitað!
Friday Aug 16, 2024
#0228 Lauryn Hill – The Miseducation of Lauryn Hill
Friday Aug 16, 2024
Friday Aug 16, 2024
Viðfangsefni vikunnar er eina hljóðversplata Lauryn Hill, en hún var á dögunum valin „besta plata sögunnar“ af álitsgjöfum Apple Music — og það er svo sannarlega ekki fyrsti listinn sem hún toppar.
Friday Jun 28, 2024
#0227 Frímínútur – Endurhljóðritanir
Friday Jun 28, 2024
Friday Jun 28, 2024
Hvað fær tónlistarfólk til að endurhljóðrita fyrri verk? Er þetta fólk ekki með öllum mjalla? Við rýnum í þennan umdeilda gjörning í þætti vikunnar, sem einnig vill svo til að er síðasti þáttur fyrir sumarfrí.
Friday Jun 21, 2024
#0226 Sting – If On A Winter's Night...
Friday Jun 21, 2024
Friday Jun 21, 2024
Hver er besta plata Sting? Nú, að sjálfsögðu vetrar- og jólaplatan hans, If on a winter’s night! Þarf að spyrja?
Friday Jun 14, 2024
#0225 The Police – Outlandos d'Amour
Friday Jun 14, 2024
Friday Jun 14, 2024
Friday Jun 07, 2024
#0224 Deftones – White Pony
Friday Jun 07, 2024
Friday Jun 07, 2024
Við getum rifist fram á þarnæsta ár hvort að Deftones séu nýþungarokkarar eður ei. En getum við sammælst um að White Pony (2000) sé besta plata sveitarinnar? Nei? Ok, kíkjum bara á þáttinn og skoðum rökin …
Friday May 31, 2024
#0223 Frímínútur – Íslenskur aldamótaharðkjarni
Friday May 31, 2024
Friday May 31, 2024
Undir lok síðustu aldar, í miðjum heimsfaraldri númetals, þá myndaðist á Íslandi þétt sena í kringum nokkrar innlendar harðkjarnasveitir. Bisund hét ein. Spitsign var önnur. Svo kom Mínus. Hratt og örugglega spruttu enn fleiri hljómsveitir upp eins og gorkúlur, sem fullnægðu brýnni mosh-þörf ungdómsins af miklum myndarskap.