Episodes

Friday Sep 12, 2025
#0262 Robbie Williams – I've Been Expecting You
Friday Sep 12, 2025
Friday Sep 12, 2025
Robbie Williams er vægast sagt skrautlegur náungi. En er eitthvað varið í þessa músík?

Friday Sep 05, 2025
#0261 Tool – Ænima
Friday Sep 05, 2025
Friday Sep 05, 2025
Gáfumannaþungarokk Tool náði hæstu hæðum tiltölulega fljótt eða á annarri plötunni, Ænima (1996). Um það má hins vegar deila og var slíkt gert í tólf tíma þætti, gerðum til að endurspegla lengd laga Tool og tímann sem sveitin tekur í það að gera plötur. Djók.

Friday Aug 29, 2025
#0260 Frímínútur – Bless, Ozzy
Friday Aug 29, 2025
Friday Aug 29, 2025

Friday Jun 20, 2025
#0259 Frimínútur – Gestaglanninn
Friday Jun 20, 2025
Friday Jun 20, 2025

Friday Jun 13, 2025
#0258 Madness – One Step Beyond
Friday Jun 13, 2025
Friday Jun 13, 2025
Besta plata æringjanna í Madness er þeirra fyrsta, One Step Beyond (1979). Samt er það ekki alveg svo einfalt því að snemma kom í ljós að grín er ekkert glens …

Friday Jun 06, 2025
#0257 Gojira – From Mars to Sirius
Friday Jun 06, 2025
Friday Jun 06, 2025
Gojira eru nefstórir, croissant-étandi flagarar, sem fengu leið á því að traðka á vínberjum og stofnuðu þess í stað grjótharða þungarokkshljómsveit sem nýtur virðingar um alla veröld. Þriðja plata sveitarinnar, From Mars to Sirius frá 2005, er sú besta.

Friday May 16, 2025
#0256 Frímínútur – Vídeó
Friday May 16, 2025
Friday May 16, 2025
Gullöld tónlistarmyndbandanna hófst í upphafi 9. áratugar síðustu aldar og sér vart fyrir endann á henni, nærri hálfri öld síðar. Þríeykið knáa rýnir í þetta stórmerkilega fyrirbæri og að sjálfsögðu var settur saman topplisti.

Friday May 09, 2025
#0255 Ragga Gísla – Ragga and the Jack Magic Orchestra
Friday May 09, 2025
Friday May 09, 2025
Það lágu áskoranir jafnt sem yndislegheit í því að kafa ofan í stórmerkilegan feril Ragnhildar Gísladóttur, þessarar stórmerku dívu og drottningar. Plötu er stillt fram sem þeirri „bestu“ en málið er sannarlega flóknara en svo …

Friday May 02, 2025
#0254 Kim Larsen – 231045-0637
Friday May 02, 2025
Friday May 02, 2025
Kim Larsen er vinsælasti tónlistarmaður Danmerkur frá upphafi, eða eins og Danir segja: „Hann er spilaður þegar þú fæðist, þegar þú giftir þig og þegar þú deyrð“. Platan 231045-0637 frá árinu 1979, eða „kennitöluplatan“ eins og hún er oft kölluð, er hans besta að mati Hauks, en hvað segja meðstjórnendur?

Friday Apr 18, 2025
#0253 Frímínútur – Glannalegar yfirlýsingar
Friday Apr 18, 2025
Friday Apr 18, 2025
Í þætti þessum koma þáttastjórnendur fram með öndverðar skoðanir á því sem pöpullinn telur vera gott og gilt. Svæsin rönt, fáránlegar söguskoðanir og djörf sundtök mót hörðum straumi hins viðtekna.

