Episodes
Friday May 24, 2024
#0222 Anthrax – Among the Living
Friday May 24, 2024
Friday May 24, 2024
Það er erfitt að finna þungarokkara sem hefur ekki sterka skoðun á hljómsveitinni Anthrax. Að Among the Living sé besta plata Anthrax er hins vegar engin jaðarskoðun. Það er í raun frekar ófrumlegt val. En platan á það skilið.
Friday May 17, 2024
#0221 Siouxsie and the Banshees – Juju
Friday May 17, 2024
Friday May 17, 2024
Siouxsie and the Banshees var með helstu og áhrifaríkustu síðpönksveitum og söngkonan Siouxsie Sioux var - og er - gríðarlegt íkon. Tónlistarlega toppaði sveitin á Juju (1981) og um hana og margt fleira mun BP-tríóið ræða í þætti vikunnar.
Friday May 10, 2024
#0220 Frímínútur – Söngvæn stef úr sjónvarpsþáttum
Friday May 10, 2024
Friday May 10, 2024
Stef og söngvar sem opna vinsæla sjónvarpsþætti er oft sú tónlist sem við þekkjum langbest jafnvel án þess að hafa hugmynd um það. BP-teymið rannsakaði þennan anga dægurtónlistarinnar út í hörgul í stórskemmtilegum þætti!
Friday May 03, 2024
#0219 The Darkness – One Way Ticket to Hell... and Back
Friday May 03, 2024
Friday May 03, 2024
Grínband með einn smell eða margslungin rokksveit sem verður bara betri með árunum? Haukur setur The Darkness í seinni flokkinn og í þætti vikunnar reynir hann af öllum mætti að sannfæra félaga sína um yfirburði sprellikarlanna frá Suffolk.
Friday Apr 26, 2024
#0218 Stuðmenn – Með allt á hreinu
Friday Apr 26, 2024
Friday Apr 26, 2024
STÓR þáttur. Doktorinn teflir fram tónlistinni við kvikmyndina Með allt á hreinu (1982) sem hápunkti hljómsveitar allra landsmanna™. En hvað með Sumar á Sýrlandi (1975)? Tivoli (1976)? Saman munum við njóta dásemda Bjarmalands kæru fylgjendur, það er morgunljóst!
Friday Apr 19, 2024
#0217 Frímínútur – Glæpir
Friday Apr 19, 2024
Friday Apr 19, 2024
Friday Apr 12, 2024
#0216 Talk Talk – Spirit of Eden
Friday Apr 12, 2024
Friday Apr 12, 2024
Besta plata ensku sveitarinnar Talk Talk, sem leidd var af snillingnum Mark Hollis, er fjórða breiðskifa hennar, Spirit of Eden (1988). Arnar ræðir þessa sveit og samband sitt við hennar í þætti sem er ekki hjartaþáttur heldur taugakerfisþáttur❤🦚
Friday Apr 05, 2024
#0215 Leonard Cohen – I'm Your Man
Friday Apr 05, 2024
Friday Apr 05, 2024
Stórskáldið Leonard Cohen hafði ort sig ofan í brækur menningarvita víða, löngu áður en tónlistarferill hans hófst. Það var síðan á hans 54. aldursári sem hann gaf út sína vinsælustu plötu, I'm Your Man frá 1988.
Friday Mar 29, 2024
#0214 Frímínútur – PROGG
Friday Mar 29, 2024
Friday Mar 29, 2024
Hvað er progg? Arnar leiðir okkur í mikla sannleika um 22 mínútna löng trommusóló, óskiljanlega texta um hinstu rök tilverunnar og þau 457 hljómborð sem Rick Wakeman notaði með Yes.
Friday Mar 22, 2024
#0213 Olivia Rodrigo – Sour
Friday Mar 22, 2024
Friday Mar 22, 2024
Olivia Rodrigo er ein allra stærsta poppstjarna samtímans. Hún skaust fram á sjónarsviðið ung að árum sem leikkona, en 18 ára gömul sendi hún frá sér sína fyrstu hljóðversplötu, Sour frá árinu 2021, sem er hennar besta — hingað til.