Episodes
Friday Mar 15, 2024
#0212 Kreator – Pleasure to Kill
Friday Mar 15, 2024
Friday Mar 15, 2024
Þýska þrasssveitin Kreator hefur aldrei komist nálægt hinni óviðjafnanlegu Pleasure to Kill (1986) sem telst vera meistaraverk hennar. En sjálfsagt að ræða aðra möguleika. Þó það sé ekki til neins.
Friday Mar 08, 2024
#0211 Descendents – Everything Sucks
Friday Mar 08, 2024
Friday Mar 08, 2024
Ameríska pönkrokksveitin Descendents er umfjöllunarefni þáttarins og það eru tímamót í sögu hans þar sem enginn annar en Baldur gamli Ragnarsson velur sveit og plötu!
Friday Mar 01, 2024
#0210 The Stone Roses - The Stone Roses
Friday Mar 01, 2024
Friday Mar 01, 2024
Frumburður Manchestersveitarinnar The Stone Roses frá 1989 þykir með helstu tímamótaverkum breskrar dægurtónlistar. BP-teymið fór í saumana á málinu með glóprik í einni og gítarfetil í hinni.
Friday Feb 23, 2024
#0209 Öldungadeildin: Ríó tríó
Friday Feb 23, 2024
Friday Feb 23, 2024
Ísland fyrir löngu. Verðbólga. Volgur ilmur af nýsoðinni ýsu. Sandkaka af þurrara taginu. Uppáhellingur úr köflóttum Thermos. Það er verið að lýsa eftir einhverjum í útvarpinu. Fleira er ekki í fréttum. Næsta lag: Ríó tríó.
Friday Feb 16, 2024
#0208 Frímínútur – Vegbúar
Friday Feb 16, 2024
Friday Feb 16, 2024
Hvernig er lífið í tónleikarútunni? Borgar það sig að túra? Hvernig er maturinn? Og eru hljómsveitir alveg hættar að múna út um gluggann?
Friday Feb 09, 2024
#0207 The Byrds – Mr. Tambourine Man
Friday Feb 09, 2024
Friday Feb 09, 2024
Bandaríska hljómsveitin The Byrds er með allra mikilvægustu hljómsveitum sjöunda áratugarins og liggja áhrif hennar víða í dag. Doktorinn stillir frumburði hennar, Mr. Tambourine Man, fram sem bestu hljóðversskífu hennar á meðan aðrir BP-liðar voru á annars konar „svifi“.
Friday Feb 02, 2024
#0206 Mercyful Fate – Melissa
Friday Feb 02, 2024
Friday Feb 02, 2024
Danir eru þekktir fyrir ýmislegt, en þungarokk er ekki endilega eitt af því. Þeir hafa þó átt örfáa afbragðsgóða spretti — og Melissa með Mercyful Fate er einn sá allra besti.
Friday Jan 26, 2024
#0205 Frímínútur – Spurt og svarað #2
Friday Jan 26, 2024
Friday Jan 26, 2024
BP-teymið svarar innsendum spurningum frá hlustendum í annað sinn og hefur gaman af!
Friday Jan 19, 2024
#0204 Stevie Wonder – Songs in the Key of Life
Friday Jan 19, 2024
Friday Jan 19, 2024
Átjánda hljóðversplata Stevie Wonder er í lengra lagi – alls 104 mínútur og 29 sekúndur að lengd. En hún er alls engin hundasamkoma. Þvert á móti, þá er hún besta plata Stevies.
Friday Jan 12, 2024
#0203 Grace Jones – Nightclubbing
Friday Jan 12, 2024
Friday Jan 12, 2024
Hvar skal byrja þegar söng- og listakonan og allra handa táknmyndin Grace Jones á í hlut? Tja, kannski bara með því að renna henni í gegnum þrílaga síuna sem samanstendur af BP-teyminu okkar allra!