Episodes
Friday Oct 20, 2023
#0192 Bjartmar Guðlaugsson – Í fylgd með fullorðnum
Friday Oct 20, 2023
Friday Oct 20, 2023
Bjartmar Guðlaugsson er fyndinn, sjarmerandi og alveg hryllilega töff. Ferillinn er langur og afurðirnar margar, sem væri svo sem ekkert merkilegt ef þetta væri ekki allt meira og minna gott. En „Í fylgd með fullorðnum“ er best.
Friday Oct 13, 2023
#0191 Frímínútur – Hljómfagrir heillagripir
Friday Oct 13, 2023
Friday Oct 13, 2023
Tónlistarfólkið sem við eigum í ástarsambandi við á svo einatt í ástarsambandi við hljóðfærin sem nýtt eru til að galdra fram ódauðlegar lagasmíðar. Hvaða slaggígjur, trumbur og bassa tekur þetta ágæta fólk með sér upp í rúm? Það kemur allt í ljós í þessum merkisfrímínútum og hver veit? Kannski verður eitt slíkt dregið fram þar og þá?
Friday Oct 06, 2023
#0190 Beck – Sea Change
Friday Oct 06, 2023
Friday Oct 06, 2023
Beck mokaði út hitturum í gegnum næntísið og langt fram á annan áratug þessarar aldar, en það er ástarsorgar–ópusinn Sea Change frá 2002 sem Besta platan stillir fram sem hans bestu.
Friday Sep 29, 2023
#0189 Beastie Boys – Check Your Head
Friday Sep 29, 2023
Friday Sep 29, 2023
Þegar Beastie Boys risu upp úr öskustónni og teygðu sig í hljóðfærin á nýjan leik fæddist meistaraverkið þeirra. Check Your Head er besta plata þessa New York þríeykis en er BP þríeykið sammála um það?
Friday Sep 22, 2023
#0188 Cannibal Corpse – A Skeletal Domain
Friday Sep 22, 2023
Friday Sep 22, 2023
Friday Sep 15, 2023
#0187 Frímínútur – Lógó og lukkudýr
Friday Sep 15, 2023
Friday Sep 15, 2023
Nú verður litið til þáttar sem er órofa partur af dægurtónlistarmenningu samtímans. Nöfn margra hljómsveita búa yfir stöðluðum leturgerðum og útliti, svokölluðu lógói (AC/DC, Rolling Stones) og sumar hverjar eiga sér meira að segja lukkudýr, Iron Maiden og ófrýnilega forynjan Eddie t.d. Allt þetta verður tekið til kostanna í sennilega myndrænasta þætti BP frá upphafi!
Friday Sep 08, 2023
#0186 Babes in Toyland – Fontanelle
Friday Sep 08, 2023
Friday Sep 08, 2023
Babes in Toyland túruðu með öllum stærstu nöfnum alternative-rokksins í næntísinu og hefðu svo sannarlega getað náð lengra en þær gerðu, en eitthvað klikkaði. Já, saga þessa hávaðasama pönktríós frá Minneapolis er hálfgerð sorgarsaga, en þó með stórum sigrum inni á milli. Ekki síst persónulegum.
Friday Sep 01, 2023
#0185 The Stranglers – Black And White
Friday Sep 01, 2023
Friday Sep 01, 2023
The Stranglers er ein mikilhæfasta rokksveit sögunnar. Íslandsvinir, grallarar, myrkramenn, mögulega pönkarar? Doktorinn teflir þriðju plötu sveitarinnar fram sem hennar bestu hvar þeir náðu hinum „sæta stað“ en sitt sýnist hverjum náttúrulega.
Friday Aug 25, 2023
#0184 Frímínútur – Hittaramokstursvélin Diane Warren
Friday Aug 25, 2023
Friday Aug 25, 2023
Diane Warren hefur komið 32 lögum á topp 10 í Bandaríkjunum, þar af 9 lögum í efsta sæti. Hún hefur verið tilnefnd 14 sinnum til Óskarsverðlauna, hlotið heiðursóskar, auk þess að hafa unnið Grammy, Emmy og tvenn Golden Globe-verðlaun. En hver er þessi dularfulla kona?
Friday Aug 18, 2023
#0183 Lionel Richie – Can’t Slow Down
Friday Aug 18, 2023
Friday Aug 18, 2023
Fáir voru jafn öflugir í smellasmíðinni á níunda áratugnum og okkar allra besti maður, Lionel gamli Richie. Önnur sólóplata hans, Can’t Slow Down (1983), er troðfull af slíkum en stendur hún keik sem hans besta? BP-teymið skellti á sig mottum og rýndi í þetta álitamál.