Episodes

Friday Jan 26, 2024
#0205 Frímínútur – Spurt og svarað #2
Friday Jan 26, 2024
Friday Jan 26, 2024
BP-teymið svarar innsendum spurningum frá hlustendum í annað sinn og hefur gaman af!

Friday Jan 19, 2024
#0204 Stevie Wonder – Songs in the Key of Life
Friday Jan 19, 2024
Friday Jan 19, 2024
Átjánda hljóðversplata Stevie Wonder er í lengra lagi – alls 104 mínútur og 29 sekúndur að lengd. En hún er alls engin hundasamkoma. Þvert á móti, þá er hún besta plata Stevies.

Friday Jan 12, 2024
#0203 Grace Jones – Nightclubbing
Friday Jan 12, 2024
Friday Jan 12, 2024
Hvar skal byrja þegar söng- og listakonan og allra handa táknmyndin Grace Jones á í hlut? Tja, kannski bara með því að renna henni í gegnum þrílaga síuna sem samanstendur af BP-teyminu okkar allra!

Friday Dec 29, 2023
#0202 At The Drive-In – Relationship Of Command
Friday Dec 29, 2023
Friday Dec 29, 2023
El Paso sveitin At The Drive-In var með áhugaverðustu síð-harðkjarnaböndum aldamótanna. Svanasöngur hennar, Relationship Of Command, þykir hennar besta og BP-liðar skröfuðu um hana og skeggræddu af þeirri list sem þeim er töm.

Friday Dec 22, 2023
#0201 Dua Lipa – Future Nostalgia
Friday Dec 22, 2023
Friday Dec 22, 2023
Önnur plata Dua Lipa kemst ansi nálægt því að vera hin fullkomna poppplata. Þegar þetta er skrifað er hún sjötta mest streymda hljómplata í sögu Spotify.

Friday Dec 15, 2023
#0200 BP200: Mannheim Steamroller
Friday Dec 15, 2023
Friday Dec 15, 2023
Það eru tímamót í sögu Bestu plötunnar. Þáttur 200! Úttekt á bandaríska nýaldar- og nýklassíkurfyrirbærinu Mannheim Steamroller lá því beint við.

Friday Dec 08, 2023
#0199 Frímínútur – Báran stök
Friday Dec 08, 2023
Friday Dec 08, 2023
„One hit wonders“ hljómar eins og algjört „fokk, hvað eigum við að tala um?“-umræðuefni, en við nálguðumst málið af okkar landsfrægu fagmennsku og natni. Enda er Besta platan „hlaðvarp fagurkerans“.

Friday Dec 01, 2023
#0198 Paradise Lost – One Second
Friday Dec 01, 2023
Friday Dec 01, 2023
Besta plata ensku þungarokkssveitarinnar Paradise Lost er platan One Second frá árinu 1997. Sitt sýndist sannarlega hverjum hvað þetta val varðaði og ég legg til að fólk spenni beltin áður en ýtt er á „play“.

Friday Nov 24, 2023
#0197 Limp Bizkit – Significant Other
Friday Nov 24, 2023
Friday Nov 24, 2023
Grautlina kexið hans Fred Durst er til umfjöllunar í þætti vikunnar. Hlustið ... og brjótið dót.

Friday Nov 17, 2023
#0196 Taylor Swift – Folklore
Friday Nov 17, 2023
Friday Nov 17, 2023
Vinsældir og áhrif Taylor Swift eru af slíkum toga að erfitt er að ná utan um það í knöppum texta líkt og þessum hér. Við ætlum ekki einu sinni að reyna það.

