Episodes
Friday Aug 11, 2023
#0182 Ozzy Osbourne – The Ultimate Sin
Friday Aug 11, 2023
Friday Aug 11, 2023
Sabbath voru afgreiddir í þætti #33 á „öld Bibbans“, en nú er komið að framhaldssögunni: sólóferli Ozzy Osbourne.
Friday Aug 04, 2023
#0181 Frímínútur – Gervigreind í tónlist
Friday Aug 04, 2023
Friday Aug 04, 2023
Gervigreind. Mun hún hjálpa okkur að búa til betri músík? Eða tortíma tónlist eins og við þekkjum hana?
Friday Jun 30, 2023
#0180 Frímínútur – Tónlistarhátíðir
Friday Jun 30, 2023
Friday Jun 30, 2023
Tónlistarhátíðir eru í fullum gangi um sumarmál og síðustu helgi lauk einni frægustu þeirra, Glastonbury. Tímasetningin til að fara yfir þennan geira popp- og rokkmenningarinnar er því fullkomin!
Friday Jun 23, 2023
#0179 My Bloody Valentine – Isn’t Anything
Friday Jun 23, 2023
Friday Jun 23, 2023
Hin írsk-enska sveit My Bloody Valentine er óhikað með áhrifamestu neðanjarðarsveitum allra tíma. Doktorinn sveiflar dúskinum af krafti og teflir hiklaust fram breiðskífu sveitarinnar frá 1988, Isn’t Anything, sem hennar bestu en bæði makker og upptökustjóri hafa margt til mála að leggja í þessu snúna máli.
Friday Jun 16, 2023
#0178 Huey Lewis and the News – Sports
Friday Jun 16, 2023
Friday Jun 16, 2023
Íslenska sumarveðrið í ár hefur valdið vonbrigðum til þessa, en hér er meðalið. Með Huey Lewis í eyrunum eru nefnilega allir dagar sólardagar.
Friday Jun 09, 2023
#0177 Frímínútur - Álitamál: Tónlistargagnrýni fyrr og nú
Friday Jun 09, 2023
Friday Jun 09, 2023
Í þetta sinnið var hinn opni vettvangur frímínútnanna nýttur undir pælingar um tónlistargagnrýni. Hvað er hún, hvernig er hún og hvaða tilgangi þjónar hún? Ágætlega var mannað í setti þar sem fóru tveir tónlistarmenn og einn tónlistargagnrýnandi, gersamlega hokinn af reynslu.
Friday Jun 02, 2023
#0176 Manowar – Kings of Metal
Friday Jun 02, 2023
Friday Jun 02, 2023
Falsmálmurinn er fjarri góðu gamni í þætti vikunnar, þar sem fjallað er um bandarísku stórsveitina Manowar. Athugið að þátturinn spilast eingöngu á 10.
Friday May 26, 2023
#0175 Sinéad O’Connor - The Lion and the Cobra
Friday May 26, 2023
Friday May 26, 2023
Frumburður Sinéad O’Connor frá árinu 1987 vakti gríðarlega athygli á þessari írsku söngkonu og er sú plata hennar sem doktorinn stillir fram sem hennar bestu. Að öðru leyti fór teymið á djúpið í vangaveltum um mikilvægi þessarar mjög svo áhrifaríku tónlistarkonu.
Friday May 19, 2023
#0174 Elton John – Goodbye Yellow Brick Road
Friday May 19, 2023
Friday May 19, 2023
„Kubbinn“ þarf vart að kynna. Ekki bestu plötuna hans heldur. Hlustið bara og njótið.
Friday May 12, 2023
#0173 The Replacements – Let it Be
Friday May 12, 2023
Friday May 12, 2023
Mikil költaðdáun fylgir bandarísku neðanjarðarrokksveitinni The Replacements sem tók drjúgan þátt í að kollvarpa tónlistarlandslagi níunda áratugarins. Haukur Viðar teflir fram þessari plötu hennar frá 1984 sem hápunkti meðfram því sem hann og félagar hans grennslast ærlega fyrir um áhrif þessarar merkissveitar.