Episodes
Friday May 05, 2023
#0172 Frímínútur – Hin efri ár Metallica
Friday May 05, 2023
Friday May 05, 2023
Það er löngu búið að taka fyrir bestu plötu Metallica, en við vildum skoða aðeins „seinni hálfleikinn“ í tilefni af útgáfu nýju plötunnar.
Friday Apr 28, 2023
#0171 Frímínútur – Besta yfirskeggið
Friday Apr 28, 2023
Friday Apr 28, 2023
Tónlist er nótur og hljómar en líka framsetning, stíll, sjarmi og holning. Í þessum frímínútum förum við ofan í rótina á bestu yfirskeggjum poppsögunnar. Já, þú last rétt!
Friday Apr 21, 2023
#0170 Fear Factory – Demanufacture
Friday Apr 21, 2023
Friday Apr 21, 2023
Kaliforníusveitin Fear Factory kom eins og stafrænn stormsveipur inn í miðjan 10. áratuginn með sérstakri blöndu sinni af melódísku þungarokki og dynjandi teknói. Platan Demanufacture frá árinu 1995 er til umfjöllunar hér, enda besta plata Fear Factory.
Friday Apr 14, 2023
#0169 Suede - Suede
Friday Apr 14, 2023
Friday Apr 14, 2023
Breska sveitin Suede tekin til kostana og hún skoðuð í krók og kima. Stóra samhengið, lagasmíðahápunktar, drama og allur pakkinn!!
Friday Apr 07, 2023
#0168 Frímínútur – Íslensk sönglög 1940–1960
Friday Apr 07, 2023
Friday Apr 07, 2023
Sveitarómatíkin svífur yfir vötnum í þætti vikunnar, þar sem tímabilið frá sirka stríðslokum og fram að bítlinu er tekið fyrir. Upp með söngbækurnar!
Friday Mar 31, 2023
#0167 aha - Scoundrel Days
Friday Mar 31, 2023
Friday Mar 31, 2023
Norska eitíssveitin a-ha fór með himinskautum árin 1985 - 1988 og dældi út smellum linnulaust. En var eitthvað meira í gangi en “Take on Me” sem Haukur segir að kjarni níunda áratuginn í tónlist fullkomlega? Eru þetta einsmellungar eða þrettán-smellungar? BP-teymið lagðist í rannsóknir…
Friday Mar 24, 2023
#0166 Öldungadeildin: Billie Holiday
Friday Mar 24, 2023
Friday Mar 24, 2023
Djassgoðsögnin Billie Holiday lifði í 44 frekar nöturleg ár, en á þeim stutta tíma afrekaði hún meira en flestir. Hún gaf að vísu ekki út LP-plötur fyrr en undir lok ferilsins, en það er um nóg annað að tala.
Friday Mar 03, 2023
#0165 Frímínútur – Spurt og svarað
Friday Mar 03, 2023
Friday Mar 03, 2023
Við kölluðum eftir spurningum úr sal og fengum þær. Hér eru svörin!
Friday Feb 24, 2023
#0164 Celtic Frost – To Mega Therion
Friday Feb 24, 2023
Friday Feb 24, 2023
Tvær áhrifaríkustu þungarokkssveitir allra tíma eru Black Sabbath og Celtic Frost. Besta platan hefur þegar farið í saumana á Black Sabbath en nú er það svissneska sveitin Celtic Frost sem feðraði nærfellt allt öfgarokk samtímans. Doktorinn teflir fram To Mega Therion (1985) sem hátindi sveitarinnar en auk þess velta þeir félagar fyrir sér mótunarárum hinna ýmsu öfgarokksstefna (e. extreme metal) á árabilinu 1984 - 1987.
Friday Feb 17, 2023
#0163 Tom Waits – Swordfishtrombones
Friday Feb 17, 2023
Friday Feb 17, 2023
Tom Waits er skrítin skrúfa, sem er í guðatölu hjá enn skrítnari skrúfum. Platan Swordfishtrombones frá 1983 varð ofan á hjá Hauki, en það var hnífjafnt í efstu sætum framan af. Afsakið biðina.