Episodes
Friday Feb 10, 2023
#0162 Frímínútur – Út vil ek
Friday Feb 10, 2023
Friday Feb 10, 2023
Í þessum frímínútum - sem voru teknar upp í miklum kvöldúlfsham - hallar þríeykið sér aftur, gæðir sér á Conga-bitum og sýpur á kamillutei. Eftir þétta upptökulotu var ákveðið að pæla aðeins í hinni íslensku tónlistarútrás sem á sér langa og áhugaverða sögu. Frá Thor’s Hammer til Árnýjar Margrétar, allar þessar þreifingar eru varðaðar sigrum jafnt sem sorgum í mismunandi mæli. Hvað þarftu að hafa klárt? Hvernig ætlarðu að plana þig? Eða var bara vaðið af stað?
Friday Feb 03, 2023
#0161 The Decemberists – The Crane Wife
Friday Feb 03, 2023
Friday Feb 03, 2023
Indie-uppskafningarnir í The Decemberists voru iðnir við kolann á fyrsta áratug þessarar aldar, stefndu í að verða risaband, en náðu því aldrei almennilega. Það vill svo til að Haukur tilheyrir sértrúarsöfnuðinum í kringum sveitina og tilnefnir hann fjórðu plötuna, The Crane Wife frá 2006, sem þeirra bestu.
Friday Jan 27, 2023
#0160 Jet Black Joe – Jet Black Joe
Friday Jan 27, 2023
Friday Jan 27, 2023
Friday Jan 20, 2023
#0159 Frímínútur – Út á gólfið
Friday Jan 20, 2023
Friday Jan 20, 2023
Vínarborg í upphafi 19. aldar. Ljósakrónur, pípuhattar, púðruð andlit ... og mjög mikið af kynsjúkdómum.
Friday Jan 13, 2023
#0158 Death – Spiritual Healing
Friday Jan 13, 2023
Friday Jan 13, 2023
Dauðarokkssveitin Death frá Florida, leidd af höfuðsnillingnum Chuck Schuldiner, er ein allra áhrifamesta sveit af þeim toganum. Schuldiner var sannur brautryðjandi þessa tónlistarforms sem reist hæst á árabilinu 1988 - 1993. Doktorinn telur þriðju breiðskífu hennar, Spiritual Healing (1990), vera hennar bestu og var sæmilega tekist á um þetta athyglisverða val.
Friday Jan 06, 2023
#0157 Dolly Parton – Jolene
Friday Jan 06, 2023
Friday Jan 06, 2023
Dolly Parton hefur gefið út 65 stúdíóplötur, þar af 48 sólóplötur. Það er því óðs manns æði að reyna að finna út úr því hvaða plata er raunverulega best. Við gerðum heiðarlega tilraun til þess, en stærsta áskorunin var að ná utan um heildarmyndina, því Dolly Parton er ekki bara stór biti. Dolly Parton er flugmóðuskip!
Friday Nov 11, 2022
#0156 Frímínútur – Leðri sveipuð ljúflingslög
Friday Nov 11, 2022
Friday Nov 11, 2022
Rokkballöður. Æðsta listformið? Eða kannski bara fíflagangur? Besta platan skoðaði fyrirbærið ofan í kjöl — og bjó til lista!
Friday Nov 04, 2022
#0155 Genesis – Trick Of The Tail
Friday Nov 04, 2022
Friday Nov 04, 2022
Genesis er óneitanlega eitt af stærstu nöfnunum í popp/rokkheimum og ferill hennar æði fjölvíður. Doktorinn tefldi fram fyrstu plötunni sem út kom eftir að Peter Gabriel hafði sagt skilið við bandið sem hápunkti en þar heldur Phil nokkur Collins í fyrsta sinn um hljóðnemann. Umdeilt val, sannarlega.
Friday Oct 28, 2022
#0154 Karate – Some Boots
Friday Oct 28, 2022
Friday Oct 28, 2022
Karate er mögulega „gleymd“ hljómsveit. Hún starfaði vel úti á jaðrinum alla sína tíð, þar til hún var lögð niður árið 2005. En hún er komin aftur á stjá og því er vel við hæfi að skoða þetta aðeins.
Friday Oct 21, 2022
#0153 Frímínútur – Bítlabörnin
Friday Oct 21, 2022
Friday Oct 21, 2022
Þið kannist mögulega við Bítlana, en hversu vel þekkið þið börnin þeirra? Besta platan fór aðeins yfir þennan fríða barnaskara og afrek hans á tónlistarsviðinu.