Episodes

Friday Sep 01, 2023
#0185 The Stranglers – Black And White
Friday Sep 01, 2023
Friday Sep 01, 2023
The Stranglers er ein mikilhæfasta rokksveit sögunnar. Íslandsvinir, grallarar, myrkramenn, mögulega pönkarar? Doktorinn teflir þriðju plötu sveitarinnar fram sem hennar bestu hvar þeir náðu hinum „sæta stað“ en sitt sýnist hverjum náttúrulega.

Friday Aug 25, 2023
#0184 Frímínútur – Hittaramokstursvélin Diane Warren
Friday Aug 25, 2023
Friday Aug 25, 2023
Diane Warren hefur komið 32 lögum á topp 10 í Bandaríkjunum, þar af 9 lögum í efsta sæti. Hún hefur verið tilnefnd 14 sinnum til Óskarsverðlauna, hlotið heiðursóskar, auk þess að hafa unnið Grammy, Emmy og tvenn Golden Globe-verðlaun. En hver er þessi dularfulla kona?

Friday Aug 18, 2023
#0183 Lionel Richie – Can’t Slow Down
Friday Aug 18, 2023
Friday Aug 18, 2023
Fáir voru jafn öflugir í smellasmíðinni á níunda áratugnum og okkar allra besti maður, Lionel gamli Richie. Önnur sólóplata hans, Can’t Slow Down (1983), er troðfull af slíkum en stendur hún keik sem hans besta? BP-teymið skellti á sig mottum og rýndi í þetta álitamál.

Friday Aug 11, 2023
#0182 Ozzy Osbourne – The Ultimate Sin
Friday Aug 11, 2023
Friday Aug 11, 2023
Sabbath voru afgreiddir í þætti #33 á „öld Bibbans“, en nú er komið að framhaldssögunni: sólóferli Ozzy Osbourne.

Friday Aug 04, 2023
#0181 Frímínútur – Gervigreind í tónlist
Friday Aug 04, 2023
Friday Aug 04, 2023
Gervigreind. Mun hún hjálpa okkur að búa til betri músík? Eða tortíma tónlist eins og við þekkjum hana?

Friday Jun 30, 2023
#0180 Frímínútur – Tónlistarhátíðir
Friday Jun 30, 2023
Friday Jun 30, 2023
Tónlistarhátíðir eru í fullum gangi um sumarmál og síðustu helgi lauk einni frægustu þeirra, Glastonbury. Tímasetningin til að fara yfir þennan geira popp- og rokkmenningarinnar er því fullkomin!

Friday Jun 23, 2023
#0179 My Bloody Valentine – Isn’t Anything
Friday Jun 23, 2023
Friday Jun 23, 2023
Hin írsk-enska sveit My Bloody Valentine er óhikað með áhrifamestu neðanjarðarsveitum allra tíma. Doktorinn sveiflar dúskinum af krafti og teflir hiklaust fram breiðskífu sveitarinnar frá 1988, Isn’t Anything, sem hennar bestu en bæði makker og upptökustjóri hafa margt til mála að leggja í þessu snúna máli.

Friday Jun 16, 2023
#0178 Huey Lewis and the News – Sports
Friday Jun 16, 2023
Friday Jun 16, 2023
Íslenska sumarveðrið í ár hefur valdið vonbrigðum til þessa, en hér er meðalið. Með Huey Lewis í eyrunum eru nefnilega allir dagar sólardagar.

Friday Jun 09, 2023
#0177 Frímínútur - Álitamál: Tónlistargagnrýni fyrr og nú
Friday Jun 09, 2023
Friday Jun 09, 2023
Í þetta sinnið var hinn opni vettvangur frímínútnanna nýttur undir pælingar um tónlistargagnrýni. Hvað er hún, hvernig er hún og hvaða tilgangi þjónar hún? Ágætlega var mannað í setti þar sem fóru tveir tónlistarmenn og einn tónlistargagnrýnandi, gersamlega hokinn af reynslu.

Friday Jun 02, 2023
#0176 Manowar – Kings of Metal
Friday Jun 02, 2023
Friday Jun 02, 2023
Falsmálmurinn er fjarri góðu gamni í þætti vikunnar, þar sem fjallað er um bandarísku stórsveitina Manowar. Athugið að þátturinn spilast eingöngu á 10.

