Episodes

2 hours ago
#0250 Frímínútur – Snekkjurokk
2 hours ago
2 hours ago
Hvað er snekkjurokk? Hverjir spila það? Hvað koma Steely Dan málinu við? Er það svalt, hallærislegt eða hvað? Og af hverju er Michael McDonald svona mikill dúllubossi? Svör við öllu þessu er að finna í þætti vikunnar sem er jafnframt 250. þáttur hlaðvarpsins!🚢🥳

Friday Mar 21, 2025
#0249 Machine Head – Burn My Eyes
Friday Mar 21, 2025
Friday Mar 21, 2025
Machine Head lentu í mikilli tilvistarkreppu á „númetal-árunum“, en það getur enginn tekið frumburð þeirra, Burn My Eyes frá 1994, frá þeim, enda ein af lykilplötum næntís þungarokksins.

Friday Mar 14, 2025
#0248 Frímínútur – Knús í hús
Friday Mar 14, 2025
Friday Mar 14, 2025
„Hjartaknúsarinn“ er merkilegt fyrirbæri í tónlistarsögunni. Sætur, tilfinningaríkur maður, oft íklæddur smóking eða fallegri peysu. Ekkert endilega sérstaklega graður, en alltaf gjörsamlega að farast úr ást. Við veltum þessu fyrir okkur í þætti vikunnar.

Friday Mar 07, 2025
#0247 Yoko Ono – Fly
Friday Mar 07, 2025
Friday Mar 07, 2025
Yoko Ono hefur sinnt margháttaðri starfsemi á langri ævi, m.a. tónlistargerð. Sá þáttur reis hæst árið 1971 með hinni framsæknu Fly. BP-liðar fóru yfir feril Yoko í funheitum þætti.

Friday Feb 28, 2025
#0246 Toto – Toto
Friday Feb 28, 2025
Friday Feb 28, 2025
„Rönnið“ sem Toto átti á árunum 1978–1982 á sér fáar hliðstæður. Fyrsta platan, sem er samnefnd sveitinni, er kannski ekki heilsteyptust, en hún er áberandi best. Því heldur Haukur a.m.k. fram.

Friday Feb 21, 2025
#0245 Frímínútur - Framúrskarandi ferilsræs
Friday Feb 21, 2025
Friday Feb 21, 2025
Það getur skipt öllu fyrir feril tónlistarfólks að byrja fyrstu útgefnu breiðskífuna með vel heppnuðu, eftirminnilegu lagi. En hvernig ber fólk sig að í þeim fræðunum? Að því munum við komast upp úr miðnætti.

Friday Feb 14, 2025
#0244 White Zombie – La Sexorcisto: Devil Music Volume One
Friday Feb 14, 2025
Friday Feb 14, 2025
White Zombie er mögulega „unglingalegasta“ hljómsveit allra tíma. En hversu vel eldist músíkin?

Friday Feb 07, 2025
#0243 Prefab Sprout - Steve McQueen
Friday Feb 07, 2025
Friday Feb 07, 2025
Tókst Paddy McAloon að knýja fram eina bestu poppplötu allra tíma með sveit sinni Prefab Sprout árið 1985? Og er Steve McQueen virkilega það meistaraverk sem fólk segir það vera? Og er McAloon virkilega frá Norðymbralandi, gengur við staf í dag og með galdramannalegra útlit en sjálfur Merlin? Einhverju af þessu verður svarað í þætti vikunnar. #0242 Pink Floyd - The Piper At the Gates of Dawn

Friday Dec 20, 2024
#0242 Pink Floyd - The Piper At the Gates of Dawn
Friday Dec 20, 2024
Friday Dec 20, 2024
BP-tríóið glímdi við eitt stærsta nafn rokksögunnar í þessum þætti. Margt að ræða, margt að kanna enda hafa fáar sveitir náð að magna upp jafn mikla költaðdáun og Pink Floyd, költaðdáun sem liggur á furðu breiðu sviði. Við vorum glúrnir félagarnir enda fráleitt einhverjir múrsteinar í litlausum vegg!

Friday Dec 13, 2024
#0241 Frímínútur – Rokk í Reykjavík
Friday Dec 13, 2024
Friday Dec 13, 2024
Þessi merka og mjög svo áhrifaríka heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar frá 1982 var skoðuð í krók og kima af BP-liðum í innblásnum frímínútum!